Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hlýðni

Hlýðni

Hversu mikilvæg er hlýðni?

2Mó 19:5; 5Mó 10:12, 13; Pré 12:13; Jak 1:22

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 15:17–23 – Samúel spámaður ávítar Sál konung fyrir að óhlýðnast Jehóva. Hann leggur síðan áherslu á mikilvægi þess að hlýða.

    • Heb 5:7–10 – Þrátt fyrir að Jesús hafi alltaf verið hlýðinn föður sínum lærði hann einnig að vera hlýðinn þegar það var komið illa fram við hann hér á jörð.

Hvað ættum við að gera ef stjórnvöld manna vilja fá okkur til að óhlýðnast Guði?

Pos 5:29

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Dan 3:13–18 – Þrír trúfastir Hebrear neita að falla fram fyrir líkneski sem Nebúkadnesar konungur hefur látið reisa þótt það geti kostað þá lífið.

    • Mt 22:15–22 – Jesús segir að fylgjendur sínir hlýði stjórnvöldum nema þau biðji þá um að óhlýðnast Jehóva.

    • Pos 4:18–31 – Postularnir halda hugrakkir áfram að boða trúna þrátt fyrir að yfirvöld hafi skipað þeim að hætta því.

Hvað þurfum við að gera til að halda áfram að hlýða Jehóva?

5Mó 6:1–5; Sl 112:1; 1Jó 5:2, 3

Sjá einnig Sl 119:11, 112; Róm 6:17.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Esr 7:7–10 – Esra prestur er trúfastur og býr hjarta sitt undir að hlýða lögum Guðs og kenna öðrum að gera það sama.

    • Jóh 14:31 – Jesús útskýrir af hverju hann gerir allt nákvæmlega eins og faðir hans segir honum að gera.

Hvað ætti að hvetja okkur til að hlýða Jehóva og Jesú?

Hvernig ber hlýðni okkar vitni um trú?

Róm 1:5; 10:16, 17; Jak 2:20–23

Sjá einnig 5Mó 9:23.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 6:9–22; Heb 11:7 – Nói sýnir trú með því að byggja örk nákvæmlega eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.

    • Heb 11:8, 9, 17 – Abraham sýnir trú sína með því að hlýða boðum Jehóva, ekki aðeins um að flytja frá Úr heldur einnig að fórna syni sínum.

Hvernig blessar Jehóva hlýðni?

Jer 7:23; Mt 7:21; 1Jó 3:22

Hvaða afleiðingar hefur óhlýðni?

Róm 5:19; 2Þe 1:8, 9

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 2:16, 17; 3:17–19 – Adam og Eva glata paradísinni, fullkomleikanum og eilífa lífinu af því að þau eru óhlýðin Jehóva Guði.

    • 5Mó 18:18, 19; Pos 3:12, 18, 22, 23 – Jehóva segir fyrir um komu spámanns sem er meiri en Móse og að það hafi skelfilegar afleiðingar að óhlýðnast honum.

    • Júd 6, 7 – Uppreisnargjörnu englarnir og íbúar Sódómu og Gómorru reita Jehóva til reiði með óhlýðni sinni.

Af hverju eigum við að hlýða Jesú Kristi?

1Mó 49:10; Mt 28:18

  • Dæmi úr Biblíunni:

Af hverju hlýðum við umsjónarmönnum í söfnuðinum?

Hvers vegna ætti eiginkona að vera undirgefin eiginmanni sínum?

Af hverju eiga börn að hlýða foreldrum sínum?

Okv 23:22; Ef 6:1; Kól 3:20

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 37:3, 4, 8, 11–13, 18 – Jósef hlýðir pabba sínum og fer að hitta bræður sína þrátt fyrir að þeir hati hann.

    • Lúk 2:51 – Jesús heldur áfram að vera hlýðinn Jósef og Maríu þó að hann sé fullkominn en ekki þau.

Af hverju er skynsamlegt að hlýða vinnuveitanda jafnvel þó að enginn sé að fylgjast með okkur?

Af hverju hlýðum við yfirvöldum?