Hlýðni
Hversu mikilvæg er hlýðni?
2Mó 19:5; 5Mó 10:12, 13; Pré 12:13; Jak 1:22
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
1Sa 15:17–23 – Samúel spámaður ávítar Sál konung fyrir að óhlýðnast Jehóva. Hann leggur síðan áherslu á mikilvægi þess að hlýða.
-
Heb 5:7–10 – Þrátt fyrir að Jesús hafi alltaf verið hlýðinn föður sínum lærði hann einnig að vera hlýðinn þegar það var komið illa fram við hann hér á jörð.
-
Hvað ættum við að gera ef stjórnvöld manna vilja fá okkur til að óhlýðnast Guði?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Dan 3:13–18 – Þrír trúfastir Hebrear neita að falla fram fyrir líkneski sem Nebúkadnesar konungur hefur látið reisa þótt það geti kostað þá lífið.
-
Mt 22:15–22 – Jesús segir að fylgjendur sínir hlýði stjórnvöldum nema þau biðji þá um að óhlýðnast Jehóva.
-
Pos 4:18–31 – Postularnir halda hugrakkir áfram að boða trúna þrátt fyrir að yfirvöld hafi skipað þeim að hætta því.
-
Hvað þurfum við að gera til að halda áfram að hlýða Jehóva?
5Mó 6:1–5; Sl 112:1; 1Jó 5:2, 3
Sjá einnig Sl 119:11, 112; Róm 6:17.
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Esr 7:7–10 – Esra prestur er trúfastur og býr hjarta sitt undir að hlýða lögum Guðs og kenna öðrum að gera það sama.
-
Jóh 14:31 – Jesús útskýrir af hverju hann gerir allt nákvæmlega eins og faðir hans segir honum að gera.
-
Hvað ætti að hvetja okkur til að hlýða Jehóva og Jesú?
Hvernig ber hlýðni okkar vitni um trú?
Róm 1:5; 10:16, 17; Jak 2:20–23
Sjá einnig 5Mó 9:23.
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
1Mó 6:9–22; Heb 11:7 – Nói sýnir trú með því að byggja örk nákvæmlega eins og Jehóva hafði sagt honum að gera.
-
Heb 11:8, 9, 17 – Abraham sýnir trú sína með því að hlýða boðum Jehóva, ekki aðeins um að flytja frá Úr heldur einnig að fórna syni sínum.
-
Hvernig blessar Jehóva hlýðni?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
3Mó 26:3–6 – Jehóva lofar að blessa og annast þá sem hlýða honum.
-
4Mó 13:30, 31; 14:22–24 – Jehóva blessar Kaleb vegna þess að hann er hlýðinn.
-
Hvaða afleiðingar hefur óhlýðni?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
1Mó 2:16, 17; 3:17–19 – Adam og Eva glata paradísinni, fullkomleikanum og eilífa lífinu af því að þau eru óhlýðin Jehóva Guði.
-
5Mó 18:18, 19; Pos 3:12, 18, 22, 23 – Jehóva segir fyrir um komu spámanns sem er meiri en Móse og að það hafi skelfilegar afleiðingar að óhlýðnast honum.
-
Júd 6, 7 – Uppreisnargjörnu englarnir og íbúar Sódómu og Gómorru reita Jehóva til reiði með óhlýðni sinni.
-
Af hverju eigum við að hlýða Jesú Kristi?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
Jóh 12:46–48; 14:24 – Jesús segir að þeir sem hlýði ekki orðum hans hljóti harðan dóm.
-
Af hverju hlýðum við umsjónarmönnum í söfnuðinum?
Hvers vegna ætti eiginkona að vera undirgefin eiginmanni sínum?
Af hverju eiga börn að hlýða foreldrum sínum?
-
Dæmi úr Biblíunni:
-
1Mó 37:3, 4, 8, 11–13, 18 – Jósef hlýðir pabba sínum og fer að hitta bræður sína þrátt fyrir að þeir hati hann.
-
Lúk 2:51 – Jesús heldur áfram að vera hlýðinn Jósef og Maríu þó að hann sé fullkominn en ekki þau.
-
Af hverju er skynsamlegt að hlýða vinnuveitanda jafnvel þó að enginn sé að fylgjast með okkur?
Af hverju hlýðum við yfirvöldum?