3. HLUTI
Eru gleðifréttirnar í raun og veru frá Guði?
1. Hver er höfundur Biblíunnar?
Þær gleðifréttir að fólk fái að lifa að eilífu á jörð er að finna í Biblíunni. (Sálmur 37:29) Biblían er safn 66 smærri bóka. Guð notaði um 40 þjóna sína til að skrifa þær. Móse skrifaði fyrstu fimm bækurnar fyrir um það bil 3.500 árum. Jóhannes postuli skrifaði þá síðustu fyrir rúmlega 1.900 árum. Hugmyndir hvers voru það sem biblíuritararnir skráðu? Guð átti samskipti við þá með heilögum anda sínum. (2. Samúelsbók 23:2) Það voru hugmyndir Guðs en ekki þeirra eigin sem þeir skrásettu. Jehóva er því höfundur Biblíunnar. – Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:16; 2. Pétursbréf 1:20, 21.
Horfðu á myndskeiðið Hver er höfundur Biblíunnar?
2. Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg?
Við vitum að Guð er höfundur Biblíunnar vegna þess að hún hefur að geyma nákvæma spádóma. Menn geta ekki sagt framtíðina fyrir með nákvæmni. (Jósúabók 23:14) Enginn nema alvaldur Guð getur gert það. – Lestu Jesaja 42:9; 46:10.
Ætla má að bók frá Guði hljóti að vera einstök og Biblían er það. Hún er til á hundruðum tungumála og henni hefur verið dreift í milljarðatali. Þótt Biblían sé ævaforn samræmist hún uppgötvunum vísindanna. Það sem ritararnir 40 skrifuðu stangast hvergi á. * Biblían ber augljós merki um kærleika Guðs og býr enn þann dag í dag yfir krafti til að breyta lífi fólks til hins betra. Þessar staðreyndir hafa sannfært milljónir manna um að Biblían sé orð Guðs. – Lestu 1. Þessaloníkubréf 2:13.
Horfðu á myndskeiðið Hvernig getum við verið viss um að Biblían sé áreiðanleg?
3. Um hvað fjallar Biblían?
Þær gleðifréttir að Guð hafi búið manninum bjarta framtíð ganga eins og rauður þráður gegnum Biblíuna. Þar kemur fram hvernig maðurinn glataði forðum daga tækifærinu til að búa í paradís á jörð og hvernig paradís verði endurreist þegar þar að kemur. – Lestu Opinberunarbókina 21:4, 5.
Í Biblíunni er að finna lög, meginreglur og hagnýt ráð. Hún segir frá samskiptum Guðs við mennina og af þeim getum við séð hvers konar persóna hann er. Biblían getur því hjálpað þér að kynnast Guði. Hún bendir á hvernig þú getir orðið vinur hans. – Lestu Sálm 19:8, 12; Jakobsbréfið 2:23; 4:8.
4. Hvernig er hægt að skilja Biblíuna?
Þessi bæklingur hjálpar þér að skilja Biblíuna og styðst við sömu aðferð og Jesús notaði. Hann vitnaði í eitt vers á fætur öðru og skýrði þau svo að menn „skildu ritningarnar“. – Lestu Lúkas 24:27, 45.
Fátt er jafn hrífandi og gleðifréttirnar frá Guði. Sumir hafa þó engan áhuga á þeim og aðrir láta þær jafnvel ergja sig. Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn. Vonin um að hljóta eilíft líf veltur á því að þú kynnist Guði. – Lestu Jóhannes 17:3.
^ gr. 3 Sjá bæklinginn Bók fyrir alla menn.