Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ætlar þú að gera vilja Jehóva?

Ætlar þú að gera vilja Jehóva?

Bestu þakkir fyrir að gefa þér tíma til að lesa þennan bækling og kynna þér hverjir vottar Jehóva eru, hvernig þeir starfa og hvernig þeir skipuleggja starfsemi safnaðarins. Það er von okkar að þú hafir komist að þeirri niðurstöðu að við séum sá hópur sem gerir vilja Jehóva nú á tímum. Við hvetjum þig til að halda áfram að fræðast um Guð, segja vinum og ættingjum frá því sem þú ert að læra og sækja samkomur með okkur að staðaldri. – Hebreabréfið 10:23-25.

Því meira sem þú lærir um Jehóva því betur sérðu hve vænt honum þykir um þig. Þá finnurðu hjá þér löngun til að gera allt sem þú getur til að sýna honum að þú elskir hann. (1. Jóhannesarbréf 4:8-10, 19) En hvernig geturðu látið þessa löngun í ljós dagsdaglega? Af hverju er það þér fyrir bestu að hlýða siðferðisreglum Guðs? Og hvað getur hvatt þig til að gera vilja hans ásamt okkur? Biblíukennarinn þinn er meira en fús til að hjálpa þér að leita svara við þessum spurningum þannig að þú og fjölskylda þín getið „látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ og hlotið eilíft líf. – Júdasarbréfið 21.

Við hvetjum þig eindregið til að halda áfram á braut sannleikans með því að fara yfir bókina “Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“.