KAFLI 03
Er hægt að treysta Biblíunni?
Í Biblíunni er að finna mörg loforð og hún gefur mörg ráð. Þú ert líklega forvitinn um hvað hún kennir, en kannski líka á varðbergi. Ættirðu að treysta loforðum og ráðum svona gamallar bókar? Er hægt að hafa gagn af Biblíunni nú á dögum? Og getum við treyst því sem hún segir um framtíðina? Milljónir manna gera það. Við hvetjum þig til að kanna hvort þú getir það líka.
1. Er Biblían byggð á staðreyndum?
Biblían segist hafa að geyma „sannleiksorð“. (Prédikarinn 12:10) Hún segir frá atburðum sem gerðust í raun og veru og fólki sem var til. (Lestu Lúkas 1:3; 3:1, 2.) Margir sagnfræðingar og fornleifafræðingar hafa staðfest að það sem Biblían segir um vissa staði, tímasetningar, fólk og atburði sé rétt.
2. Hvernig vitum við að Biblían er ekki úrelt?
Biblían hefur á margan hátt reynst á undan sinni samtíð. Hún minnist til dæmis á vísindaleg málefni. Margt sem hún segir um þau mál var umdeilt þegar það var skrifað. En nútímavísindi staðfesta að það sem Biblían segir sé satt. Hún er „áreiðanleg, bæði nú og að eilífu“. – Sálmur 111:8.
3. Hvers vegna ættum við að treysta því sem Biblían segir um framtíðina?
Í Biblíunni eru spádómar sem sögðu fyrir um „það sem hefur enn ekki gerst“. (Jesaja 46:10) Hún sagði nákvæmlega frá sögulegum atburðum löngu áður en þeir gerðust. Hún gaf líka nákvæma lýsingu á heimsástandinu nú á dögum. Í þessum kafla skoðum við nokkra af spádómum Biblíunnar. Þeir eru ótrúlega nákvæmir!
KAFAÐU DÝPRA
Kynntu þér hvernig nútímavísindi samræmast Biblíunni og kannaðu nokkra áhrifamikla biblíuspádóma.
4. Vísindin samræmast Biblíunni
Til forna héldu flestir að jörðin hvíldi á einhverju. Spilið MYNDBANDIÐ.
Taktu eftir því sem var skráð í Jobsbók fyrir um 3.500 árum. Lesið Jobsbók 26:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
-
Hvers vegna er sérstakt að það skuli vera talað um að jörðin ‚svífi í tóminu‘?
Það var ekki fyrr en á 19. öld að menn fóru að skilja vel hringrás vatnsins. En taktu eftir hvað Biblían sagði fyrir um 3.500 árum. Lesið Jobsbók 36:27, 28 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
-
Hvað finnst þér eftirtektarvert við þessa einföldu lýsingu á hringrás vatnsins?
-
Auka biblíuversin sem þú varst að lesa traust þitt til Biblíunnar?
5. Biblían spáði fyrir um mikilvæga atburði
Lesið Jesaja 44:27–45:2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
-
Hverju spáði Biblían 200 árum fyrir fall Babýlonar?
a Þeir veittu ánni, sem verndaði borgina, í annan farveg. Síðan fóru þeir inn um borgarhliðin sem skilin höfðu verið eftir opin og hertóku borgina án bardaga. Núna, meira en 2.500 árum seinna, er Babýlon rústir einar. Skoðum nú það sem Biblían spáði.
Sagnfræðin staðfestir að Kýrus Persakonungur og her hans hafi unnið borgina Babýlon árið 539 f.Kr.Lesið Jesaja 13:19, 20 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
-
Hvernig rættist þessi spádómur á Babýlon?
6. Biblían spáði fyrir um okkar daga
Biblían segir að við lifum á „síðustu dögum“. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Taktu eftir því sem hún sagði fyrir um þann tíma.
Lesið Matteus 24:6, 7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:
-
Hvernig sagði Biblían að ástandið yrði á síðustu dögum?
Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:
-
Hvernig sagði Biblían að margt fólk myndi hegða sér á síðustu dögum?
-
Hverju af þessu hefur þú tekið eftir í fari fólks?
SUMIR SEGJA: „Biblían er full af goðsögum og þjóðsögum.“
-
Hver er að þínu mati sterkasta sönnunin fyrir því að Biblían sé áreiðanleg?
SAMANTEKT
Sagnfræði, vísindi og spádómar – allt gefur þetta til kynna að Biblían sé traustsins verð.
Upprifjun
-
Er Biblían byggð á staðreyndum?
-
Nefndu nokkur svið þar sem vísindin samræmast Biblíunni.
-
Telur þú að Biblían spái fyrir um framtíðina? Hvers vegna?
KANNAÐU
Er eitthvað vísindalega rangt í Biblíunni?
Hvað segir Biblían um ‚síðustu daga‘?
„6 biblíuspádómar sem eru að rætast núna“ (Varðturninn 1. júlí 2011)
Kynntu þér hvernig spádómar Biblíunnar um gríska heimsveldið rættust.
Lestu um hvernig biblíuspádómar breyttu viðhorfi manns til Biblíunnar.
a Skammstöfunin f.Kr. merkir „fyrir Krist“ og e.Kr. merkir „eftir Krist“.