Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 53

Gleddu Jehóva með vali þínu á afþreyingu

Gleddu Jehóva með vali þínu á afþreyingu

Jehóva er „hinn hamingjusami Guð“. (1. Tímóteusarbréf 1:11) Hann vill að við séum hamingjusöm og njótum lífsins. Hann er ánægður með að við tökum tíma frá vinnu til að slaka á. Í þessum kafla skoðum við hvernig við getum gert eitthvað ánægjulegt og gefandi í frítímanum – og jafnframt glatt Jehóva.

1. Hvað ættum við að hafa í huga þegar við veljum okkur afþreyingu?

Hvað finnst þér gaman að gera þegar þú slakar á? Sumum finnst gott að verja frítímanum í rólegheitum heima – lesa bók, hlusta á tónlist, horfa á bíómynd eða vafra um á netinu. Aðrir vilja heldur vera virkir með vinum sínum – fara í gönguferðir, sund eða leiki. Hvað sem við kjósum að gera þurfum við að fullvissa okkur um að það sé ‚Drottni þóknanlegt‘. (Efesusbréfið 5:10) Það er mikilvægt að skilja það vegna þess að mikið af vinsælu afþreyingarefni inniheldur það sem Jehóva hatar, eins og ofbeldi, kynferðislegt siðleysi eða dulspeki. (Lestu Sálm 11:5.) Hvað getur hjálpað okkur að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi afþreyingu?

Ef við veljum okkur vini sem elska Jehóva geta þeir haft góð áhrif á okkur og á val okkar á afþreyingu. Fyrr í bókinni lásum við þetta: „Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur.“ En ef við höfum mikil samskipti við fólk sem ber enga virðingu fyrir mælikvarða Jehóva ‚fer illa fyrir okkur‘. – Orðskviðirnir 13:20.

2. Hvers vegna er mikilvægt að hafa stjórn á því hve miklum tíma við verjum í afþreyingu?

Þó að við veljum okkur heilnæma afþreyingu verðum við að passa upp á hve miklum tíma við verjum í hana. Annars gæti farið svo að við hefðum ekki nægan tíma fyrir það sem skiptir meira máli. Biblían hvetur okkur: „Notið tímann sem best.“ – Lestu Efesusbréfið 5:15, 16.

KAFAÐU DÝPRA

Lærðu hvernig hægt er að taka góðar ákvarðanir varðandi afþreyingu.

3. Forðastu óheilnæma afþreyingu

Hvers vegna ættum við að vanda val okkar á afþreyingu? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað er líkt með skylmingaleikunum til forna og sumu afþreyingarefni nú á dögum?

  • Hvað lærði strákurinn í myndbandinu um afþreyingu?

Lesið Rómverjabréfið 12:9 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða áhrif ætti þetta vers að hafa á val þitt á afþreyingu?

Hvað hatar Jehóva? Lesið Orðskviðina 6:16, 17 og Galatabréfið 5:19–21. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvorn ritningarstað fyrir sig:

  • Hvað af því sem nefnt er í þessum versum er algengt í afþreyingarefni nú á dögum?

 Hvernig geturðu tekið góðar ákvarðanir um afþreyingu?

Spyrðu þig:

  • Hvað? Felur hún í sér eitthvað sem Jehóva hatar?

  • Hvenær? Truflar hún það sem skiptir meira máli?

  • Hver? Setur hún mig í náið eða reglulegt samband við fólk sem elskar ekki Jehóva?

Það er öruggara að halda sig eins langt frá hættunni og mögulegt er. Þess vegna ættum við að halda okkur fjarri afþreyingu sem við höldum að gæti verið slæm fyrir okkur.

4. Notaðu tímann skynsamlega

Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað varð vandamál hjá bróðurnum í myndbandinu þó að hann hafi ekki verið að horfa á neitt slæmt?

Lesið Filippíbréfið 1:10 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig getur þetta vers hjálpað okkur að ákveða hve mikinn tíma við notum í afþreyingu?

5. Veldu heilnæma afþreyingu

Þó að sumt afþreyingarefni sé Jehóva á móti skapi er hægt að gera margt ánægjulegt sem honum líkar. Lesið Prédikarann 8:15 og Filippíbréfið 4:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða heilnæmu afþreyingu hefur þú gaman af?

Þú getur gert margt heilnæmt og skemmtilegt í frítíma þínum.

SUMIR SEGJA: „Það er ekkert að því að velja afþreyingarefni með ofbeldi, siðleysi og dulspeki svo framarlega sem maður tekur ekki þátt í því sjálfur.“

  • Hvað myndir þú segja?

SAMANTEKT

Jehóva vill að við veljum afþreyingu sem er bæði ánægjuleg og heilnæm.

Upprifjun

  • Hvernig afþreyingu ættum við að forðast?

  • Hvers vegna ættum við að passa upp á hversu mikinn tíma við notum í afþreyingu?

  • Hvers vegna vilt þú gleðja Jehóva með vali þínu á afþreyingu?

Markmið

KANNAÐU

Eru einhverjar reglur um hvers konar afþreyingu maður má velja?

„Banna Vottar Jehóva ákveðnar bíómyndir, bækur eða tónlist?“ (Vefgrein)

Kynntu þér hvernig þú getur tekið góðar ákvarðanir varðandi afþreyingu.

„Vel ég mér uppbyggilega afþreyingu?“ (Varðturninn 15. október 2011)

Lestu söguna „Ég losaði mig jafnvel við fordóma“ til að sjá hvers vegna maður nokkur breytti vali sínu á afþreyingu.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Grein úr Varðturninum)

Sjáðu hvernig móðir tekur skynsamlega ákvörðun varðandi afþreyingarefni sem tengist andaheiminum.

Forðastu afþreyingarefni sem felur í sér dulspeki (2:02)