Fyrri Konungabók 22:1–53

  • Jósafat og Akab gera með sér bandalag (1–12)

  • Míkaja spáir ósigri (13–28)

    • Lygaandi lokkar Akab (21, 22)

  • Akab drepinn við Ramót í Gíleað (29–40)

  • Jósafat ríkir yfir Júda (41–50)

  • Ahasía Ísraelskonungur (51–53)

22  Í þrjú ár var ekkert stríð milli Sýrlands og Ísraels.  Á þriðja árinu fór Jósafat+ Júdakonungur niður eftir til Ísraelskonungs.+  Þá sagði Ísraelskonungur við þjóna sína: „Vitið þið ekki að við eigum Ramót í Gíleað?+ Samt veigrum við okkur við að ná henni aftur af Sýrlandskonungi.“  Síðan spurði hann Jósafat: „Viltu koma með mér í herferð til Ramót í Gíleað?“ Jósafat svaraði Ísraelskonungi: „Ég stend með þér. Mitt fólk er þitt fólk og mínir hestar eru þínir hestar.“+  Jósafat sagði síðan við Ísraelskonung: „En ráðfærðu þig fyrst+ við Jehóva.“+  Ísraelskonungur safnaði þá saman spámönnunum, um 400 mönnum, og spurði þá: „Á ég að halda í stríð gegn Ramót í Gíleað eða á ég að hætta við það?“ Þeir svöruðu: „Farðu. Jehóva mun gefa borgina í hendur konungs.“  Þá sagði Jósafat: „Er ekki einhver spámaður Jehóva hér? Spyrjum hann líka hvað Guð segir.“+  Ísraelskonungur svaraði Jósafat: „Jú, það er enn þá einn eftir sem getur spurt Jehóva fyrir okkur.+ En mér er meinilla við hann+ því að hann spáir mér aldrei neinu góðu, bara illu.+ Hann heitir Míkaja Jimlason.“ Þá sagði Jósafat: „Svona ætti konungur ekki að tala.“  Ísraelskonungur kallaði þá á hirðmann og sagði: „Sæktu Míkaja Jimlason tafarlaust.“+ 10  Ísraelskonungur og Jósafat Júdakonungur sátu nú hvor í sínu hásæti klæddir konunglegum skrúða á þreskivellinum við borgarhlið Samaríu, og allir spámennirnir spáðu frammi fyrir þeim.+ 11  Sedekía Kenaanason gerði sér horn úr járni og sagði: „Jehóva segir: ‚Með þessum hornum muntu stanga Sýrlendinga þangað til þú hefur útrýmt þeim.‘“ 12  Allir hinir spámennirnir spáðu því sama og sögðu: „Farðu upp til Ramót í Gíleað og þú munt sigra. Jehóva mun gefa borgina í hendur konungs.“ 13  Sendiboðinn sem hafði farið til að sækja Míkaja sagði við hann: „Allir spámennirnir spá konungi góðu gengi. Gerðu það líka og spáðu konungi í vil.“+ 14  En Míkaja svaraði: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir segi ég aðeins það sem Jehóva talar til mín.“ 15  Þegar hann kom á fund konungs spurði konungur hann: „Míkaja, eigum við að halda í stríð gegn Ramót í Gíleað eða eigum við að hætta við það?“ Hann svaraði um hæl: „Farðu og þú munt sigra. Jehóva mun gefa borgina í hendur konungs.“ 16  Þá sagði konungur við hann: „Hversu oft þarf ég að láta þig sverja að segja mér eingöngu sannleikann í nafni Jehóva?“ 17  Þá sagði Míkaja: „Ég sé alla Ísraelsmenn dreifða um fjöllin+ eins og sauði án hirðis. Jehóva sagði: ‚Þeir hafa engan herra. Þeir skulu hver og einn fara heim til sín í friði.‘“ 18  Ísraelskonungur sagði þá við Jósafat: „Hvað sagði ég ekki? Hann spáir mér aldrei góðu, bara illu.“+ 19  Míkaja hélt áfram: „Hlustaðu nú á orð Jehóva. Ég sá Jehóva sitja í hásæti sínu+ og allan her himinsins standa honum á hægri og vinstri hönd.+ 20  Jehóva spurði: ‚Hver vill lokka Akab til að fara upp til Ramót í Gíleað og falla þar?‘ Þá sagði einn þetta og annar hitt. 21  Loks steig andi* nokkur+ fram, nam staðar frammi fyrir Jehóva og sagði: ‚Ég skal lokka hann.‘ ‚Hvernig ætlarðu að fara að?‘ spurði Jehóva. 22  Hann svaraði: ‚Ég fer og verð lygaandi í munni allra spámanna hans.‘+ Þá sagði Guð: ‚Þú skalt lokka hann og þér mun takast það. Farðu og gerðu þetta.‘ 23  Nú hefur Jehóva lagt lygaanda í munn allra spámanna þinna.+ En sannleikurinn er sá að Jehóva hefur ákveðið að leiða yfir þig ógæfu.“+ 24  Nú gekk Sedekía Kenaanason fram, sló Míkaja utan undir og sagði: „Ertu að segja að andi Jehóva hafi yfirgefið mig til að tala við þig?“+ 25  Míkaja svaraði: „Þú kemst að raun um það daginn sem þú felur þig í innsta herbergi hússins.“ 26  Ísraelskonungur sagði þá: „Takið Míkaja og farið með hann til Amons borgarstjóra og Jóasar konungssonar. 27  Segið við þá: ‚Konungur skipar svo fyrir: „Varpið þessum manni í fangelsi.+ Gefið honum brauð og vatn af skornum skammti þar til ég kem aftur heill á húfi.“‘“ 28  En Míkaja sagði: „Ef þú kemur aftur heill á húfi hefur Jehóva ekki talað við mig.“+ Og hann bætti við: „Heyrið það, allir saman.“ 29  Ísraelskonungur og Jósafat Júdakonungur héldu síðan af stað til Ramót í Gíleað.+ 30  Ísraelskonungur sagði við Jósafat: „Ég ætla að dulbúa mig áður en ég held út í bardagann en þú skalt klæðast konungsskrúðanum.“ Konungur Ísraels dulbjó sig+ og hélt út í bardagann. 31  Sýrlandskonungur hafði gefið vagnliðsforingjum sínum 32+ þessi fyrirmæli: „Berjist ekki við neinn, hvorki háan né lágan, nema konung Ísraels.“ 32  Þegar vagnliðsforingjarnir sáu Jósafat hugsuðu þeir með sér: „Þetta hlýtur að vera Ísraelskonungur.“ Þeir héldu því gegn honum til að ráðast á hann. Þá hrópaði Jósafat á hjálp. 33  Þegar vagnliðsforingjarnir sáu að þetta var ekki Ísraelskonungur hættu þeir að elta hann. 34  Maður nokkur skaut handahófskennt af boga sínum og hæfði Ísraelskonung gegnum samskeyti á brynju hans. Konungur sagði þá við vagnstjóra sinn: „Snúðu við og komdu mér úr bardaganum því að ég er illa særður.“+ 35  Bardaginn geisaði allan daginn og konungur þurfti hjálp til að standa uppréttur í vagninum andspænis Sýrlendingum. Blóðið úr sárinu rann niður í vagninn og hann dó um kvöldið.+ 36  Um sólsetur barst hróp um herbúðirnar: „Allir fari heim í borg sína og land sitt!“+ 37  Þannig dó konungurinn. Hann var fluttur til Samaríu og jarðaður þar. 38  Þegar vagninn var skolaður við Samaríutjörn sleiktu hundar upp blóðið og vændiskonur böðuðu sig þar* eins og Jehóva hafði sagt.+ 39  Það sem er ósagt af sögu Akabs og öllu sem hann gerði, fílabeinshúsinu*+ sem hann reisti og öllum borgunum sem hann byggði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 40  Akab var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum+ og Ahasía+ sonur hans varð konungur eftir hann. 41  Jósafat+ sonur Asa varð konungur yfir Júda á fjórða stjórnarári Akabs Ísraelskonungs. 42  Jósafat var 35 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 25 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Asúba Silhídóttir. 43  Hann fetaði í fótspor Asa+ föður síns í einu og öllu og vék ekki frá þeim. Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva.+ En fórnarhæðirnar fengu að standa. Fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+ 44  Jósafat hélt frið við Ísraelskonung.+ 45  Það sem er ósagt af sögu Jósafats, þrekvirkjum hans og hvernig hann háði stríð, er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 46  Hann upprætti úr landinu mennina sem stunduðu musterisvændi+ og höfðu orðið eftir á dögum Asa föður hans.+ 47  Á þessum tíma var enginn konungur í Edóm.+ Héraðsstjóri ríkti sem konungur.+ 48  Jósafat smíðaði einnig Tarsisskip* sem áttu að fara til Ófír að sækja gull.+ En þau komust ekkert því að þau brotnuðu við Esjón Geber.+ 49  Um þetta leyti sagði Ahasía Akabsson við Jósafat: „Mínir menn geta farið með þínum mönnum á skipunum.“ En Jósafat vildi það ekki. 50  Jósafat var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum+ og jarðaður hjá þeim í borg Davíðs forföður síns. Jóram+ sonur hans varð konungur eftir hann. 51  Ahasía+ Akabsson varð konungur í Samaríu yfir Ísrael á 17. stjórnarári Jósafats Júdakonungs. Hann ríkti yfir Ísrael í tvö ár. 52  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og fetaði í fótspor föður síns+ og móður+ og Jeróbóams Nebatssonar sem hafði fengið Ísrael til að syndga.+ 53  Hann þjónaði Baal+ og féll fram fyrir honum og misbauð Jehóva Guði Ísraels,+ alveg eins og faðir hans hafði gert.

Neðanmáls

Eða „engill“.
Eða hugsanl. „við Samaríutjörn, þar sem vændiskonurnar voru vanar að baða sig, sleiktu hundar upp blóðið“.
Eða „fílabeinshöllinni“.