Bréfið til Hebrea 1:1–14
1 Áður fyrr talaði Guð oft og á marga vegu við forfeður okkar fyrir milligöngu spámannanna.+
2 Núna, í lok þessara daga, hefur hann talað til okkar fyrir milligöngu sonar+ sem hann hefur skipað erfingja alls+ og hann notaði til að gera allt á himni og jörð.*+
3 Hann er endurskin dýrðar Guðs+ og nákvæm eftirmynd hans,+ og hann viðheldur öllu með máttugu orði hans.* Og eftir að hafa hreinsað okkur af syndum okkar+ settist hann við hægri hönd hátignarinnar í hæðum.+
4 Hann er því orðinn englunum æðri+ þar sem hann hefur fengið* háleitara nafn en þeir.+
5 Við hvern af englunum hefur Guð nokkurn tíma sagt: „Þú ert sonur minn, í dag varð ég faðir þinn“?+ Eða: „Ég verð faðir hans og hann verður sonur minn“?+
6 En þegar hann sendir frumburð sinn+ aftur til heimsbyggðarinnar segir hann: „Allir englar Guðs veiti honum lotningu.“*
7 Um englana segir hann: „Hann gerir engla sína að voldugum öndum og þjóna sína+ að eldslogum.“+
8 En um soninn segir hann: „Guð er hásæti þitt+ um alla eilífð og veldissproti ríkis þíns er veldissproti réttlætisins.
9 Þú elskaðir réttlæti og hataðir lögleysi. Þess vegna hefur Guð, Guð þinn, smurt þig+ gleðinnar olíu umfram félaga þína.“+
10 Og: „Í upphafi, Drottinn, lagðir þú grundvöll jarðar og himnarnir eru verk handa þinna.
11 Himinn og jörð farast en þú munt standa. Þau slitna eins og flík
12 og þú vefur þau saman eins og skikkju, eins og flík, og þeim verður skipt út. En þú ert hinn sami og ár þín taka aldrei enda.“+
13 En við hvern af englunum hefur hann nokkurn tíma sagt: „Sittu mér til hægri handar þar til ég legg óvini þína eins og skemil undir fætur þína“?+
14 Eru þeir ekki allir andar sem veita heilaga þjónustu,+ sendir út til að þjóna þeim sem eiga að bjargast?
Neðanmáls
^ Eða „mynda aldirnar“. Sjá orðaskýringar, „heimsskipan“.
^ Eða „sínu“.
^ Orðrétt „erft“.
^ Eða „krjúpi fyrir honum“.