Jósúabók 24:1–33

  • Jósúa rifjar upp sögu Ísraels (1–13)

  • Hvatning til að þjóna Jehóva (14–24)

    • „Ég og fjölskylda mín ætlum að þjóna Jehóva“ (15)

  • Sáttmáli Jósúa við Ísrael (25–28)

  • Jósúa deyr og er grafinn (29–31)

  • Bein Jósefs grafin í Síkem (32)

  • Eleasar deyr og er grafinn (33)

24  Jósúa stefndi nú saman öllum ættkvíslum Ísraels í Síkem og kallaði til sín öldunga Ísraels, höfðingja hans, dómara og umsjónarmenn+ og þeir gengu fyrir hinn sanna Guð.  Jósúa sagði við allt fólkið: „Þetta segir Jehóva Guð Ísraels: ‚Endur fyrir löngu bjuggu forfeður ykkar,+ meðal annars Tera, faðir Abrahams og Nahors, handan við Fljótið*+ og þeir þjónuðu öðrum guðum.+  Þegar fram liðu stundir sótti ég Abraham+ forföður ykkar yfir Fljótið,* lét hann ganga um allt Kanaansland og gaf honum marga afkomendur.+ Ég gaf honum Ísak+  og Ísak gaf ég Jakob og Esaú.+ Ég gaf Esaú Seírfjall til eignar+ og Jakob og synir hans fóru til Egyptalands.+  Síðar sendi ég Móse og Aron+ og sló Egyptaland með plágum+ og leiddi ykkur út þaðan.  Þegar ég leiddi feður ykkar út úr Egyptalandi+ eltu Egyptar þá með stríðsvögnum og riddurum allt að Rauðahafi.+ Og þegar þið komuð að hafinu  fóru feður ykkar að hrópa til Jehóva.+ Þá lét hann verða myrkur á milli ykkar og Egypta og steypti hafinu yfir þá svo að það huldi þá,+ og þið sáuð með eigin augum hvað ég gerði í Egyptalandi.+ Síðan dvölduð þið árum saman í óbyggðunum.+  Ég leiddi ykkur til lands Amoríta sem bjuggu hinum megin* við Jórdan og þeir börðust gegn ykkur.+ En ég gaf þá ykkur á vald svo að þið gátuð tekið land þeirra til eignar og ég eyddi þeim fyrir ykkur.+  Síðan réðst Balak Sippórsson, konungur í Móab, á Ísrael. Hann kallaði til sín Bíleam Beórsson til að bölva ykkur.+ 10  En ég hlustaði ekki á Bíleam+ heldur lét hann blessa ykkur oftar en einu sinni+ og ég bjargaði ykkur úr höndum hans.+ 11  Þið fóruð yfir Jórdan+ og komuð til Jeríkó.+ Leiðtogar* Jeríkó og Amorítar, Peresítar, Kanverjar, Hetítar, Gírgasítar, Hevítar og Jebúsítar börðust gegn ykkur en ég gaf þá ykkur á vald.+ 12  Ég sendi vanmáttarkennd* á undan ykkur og hún hrakti þá burt+ – eins og gerðist með Amorítakonungana tvo. Það var hvorki sverð þitt né bogi sem olli því.+ 13  Þannig gaf ég ykkur land sem þið höfðuð ekki stritað fyrir og borgir sem þið höfðuð ekki reist+ og þið settust þar að. Þið borðið ávexti víngarða og ólívulunda sem þið plöntuðuð ekki.‘+ 14  Óttist því Jehóva og þjónið honum í ráðvendni* og trúfesti.*+ Losið ykkur við guðina sem forfeður ykkar þjónuðu handan Fljótsins* og í Egyptalandi,+ og þjónið Jehóva. 15  En ef ykkur líkar ekki að þjóna Jehóva veljið þá í dag hverjum þið viljið þjóna,+ hvort heldur guðunum sem forfeður ykkar þjónuðu handan Fljótsins*+ eða guðum Amoríta sem bjuggu í landinu á undan ykkur.+ En ég og fjölskylda mín ætlum að þjóna Jehóva.“ 16  Þá svaraði fólkið: „Það hvarflar ekki að okkur að yfirgefa Jehóva og þjóna öðrum guðum. 17  Það var Jehóva Guð okkar sem leiddi okkur og feður okkar út úr Egyptalandi,+ út úr þrælahúsinu,+ og gerði þessi miklu tákn fyrir augum okkar.+ Hann verndaði okkur alla leiðina sem við gengum og eins þegar við fórum um lönd annarra þjóða.+ 18  Jehóva hrakti burt allar þjóðirnar, meðal annars Amorítana sem bjuggu í landinu á undan okkur. Þess vegna ætlum við líka að þjóna Jehóva því að hann er Guð okkar.“ 19  Jósúa sagði þá við fólkið: „Getið þið í alvöru þjónað Jehóva? Hann er heilagur Guð,+ Guð sem krefst óskiptrar hollustu.+ Hann mun ekki fyrirgefa afbrot* ykkar og syndir.+ 20  Ef þið yfirgefið Jehóva og þjónið útlendum guðum mun hann snúast gegn ykkur og útrýma ykkur þótt hann hafi áður gert vel við ykkur.“+ 21  En fólkið svaraði Jósúa: „Við ætlum að þjóna Jehóva!“+ 22  Þá sagði Jósúa: „Þið vitnið gegn sjálfum ykkur að þið hafið sjálf valið að þjóna Jehóva.“+ „Við erum vitni að því,“ svaraði fólkið. 23  „Losið ykkur þá við útlendu guðina sem eru á meðal ykkar og snúið hjörtum ykkar til Jehóva Guðs Ísraels.“ 24  Fólkið svaraði Jósúa: „Við ætlum að þjóna Jehóva Guði okkar og hlýða honum!“ 25  Jósúa gerði sáttmála við fólkið þann dag í Síkem og setti því þetta sem lög og ákvæði. 26  Hann skrifaði allt saman í lögbók Guðs+ og tók síðan mikinn stein+ og reisti hann undir stóra trénu sem stendur hjá helgidómi Jehóva. 27  Eftir það sagði Jósúa við allt fólkið: „Þessi steinn verður vitni gegn okkur+ því að hann hefur heyrt allt sem Jehóva sagði við okkur, og hann skal vera vitni gegn ykkur svo að þið afneitið ekki Guði ykkar.“ 28  Síðan lét Jósúa fólkið fara, hvern til síns erfðalands.+ 29  Eftir þessa atburði dó Jósúa Núnsson þjónn Jehóva, 110 ára að aldri.+ 30  Hann var grafinn í erfðalandi sínu í Timnat Sera+ sem er í fjalllendi Efraíms, norðan við Gaasfjall. 31  Ísraelsmenn þjónuðu Jehóva meðan Jósúa var á lífi og meðan þeir öldungar voru á lífi sem lifðu Jósúa og þekktu allt sem Jehóva hafði gert í þágu Ísraels.+ 32  Bein Jósefs,+ sem Ísraelsmenn höfðu flutt með sér frá Egyptalandi, voru grafin í Síkem á landskikanum sem Jakob hafði keypt fyrir 100 silfurpeninga+ af sonum Hemors+ föður Síkems, en hann kom í arf sona Jósefs.+ 33  Eleasar sonur Arons dó+ einnig. Hann var grafinn á hæðinni sem Pínehas sonur hans+ hafði fengið í fjalllendi Efraíms.

Neðanmáls

Það er, Efrat.
Það er, Efrat.
Það er, austan megin.
Eða hugsanl. „Landeigendur“.
Eða hugsanl. „örvæntingu; skelfingu“.
Eða „á ámælislausan hátt“.
Orðrétt „í sannleika“.
Það er, Efrat.
Það er, Efrat.
Eða „uppreisn“.