Sálmur 101:1–8

  • Hjartahreinn valdhafi

    • ‚Ég umber ekki hroka‘ (5)

    • „Augu mín hvíla á hinum trúföstu“ (6)

Söngljóð eftir Davíð. 101  Ég vil syngja um tryggan kærleika og réttlæti. Ég vil lofsyngja* þig, Jehóva.   Ég skal vera skynsamur og ráðvandur.* Hvenær kemur þú til mín? Ég skal ganga fram með hreinu hjarta+ í húsi mínu.   Ég neita að horfa á það sem er einskis virði. Ég hata verk þeirra sem víkja af réttri braut,+ég skal ekki koma nálægt þeim.*   Svikult hjarta er fjarri mér,ég sætti mig ekki við* hið illa.   Ef einhver rægir náunga sinn í leyni+þagga ég niður í honum.* Ef einhver er stoltur og hrokafullur í hjartaumber ég hann ekki.   Augu mín hvíla á hinum trúföstu á jörðinnisvo að þeir fái að búa hjá mér. Sá sem er óaðfinnanlegur* mun þjóna mér.   Enginn svikull maður fær að búa í húsi mínuog enginn lygari fær að vera nálægt* mér.   Á hverjum morgni þagga ég niður í öllum illmennum* á jörðtil að útrýma öllum illvirkjum úr borg Jehóva.+

Neðanmáls

Eða „leika tónlist fyrir“.
Eða „óaðfinnanlegur“.
Eða „verk þeirra loða ekki við mig“.
Orðrétt „þekki ekki“.
Eða „uppræti ég hann“.
Eða „ráðvandur“.
Orðrétt „fyrir augum“.
Eða „uppræti ég öll illmenni“.