Sálmur 35:1–28
Eftir Davíð.
35 Jehóva, verðu málstað minn og stattu gegn óvinum mínum,+berstu gegn þeim sem berjast gegn mér.+
2 Taktu bæði lítinn skjöld* og stóran+og komdu mér til varnar.+
3 Lyftu spjóti þínu og stríðsöxi gegn þeim sem ofsækja mig+og segðu við mig: „Ég frelsa þig.“+
4 Þeir sem sækjast eftir lífi mínu verði niðurlægðir og auðmýktir,+þeir sem leitast við að gera mér illt flýi með skömm.
5 Þeir verði eins og hismi í vindi,engill Jehóva hreki þá burt.+
6 Láttu veg þeirra verða dimman og hálanþegar engill Jehóva eltir þá
7 því að án tilefnis lögðu þeir net fyrir mig,án tilefnis grófu þeir mér gryfju.
8 Láttu ógæfu koma óvænt yfir þá,láttu þá flækjast í netinu sem þeir földu,falla í eigin gryfju og farast.+
9 En ég mun fagna yfir Jehóva,gleðjast yfir því að hann bjargaði mér.
10 Öll bein mín munu segja:
„Jehóva, hver er sem þú?
Þú bjargar hinum bágstadda frá þeim sem er honum yfirsterkari,+hinum hrjáða og fátæka frá þeim sem ræna þá.“+
11 Ljúgvottar stíga fram,+spyrja mig um hluti sem ég veit ekkert um.
12 Þeir launa mér gott með illu,+mér finnst ég einn og yfirgefinn.
13 En ég klæddist hærusekk þegar þeir voru veikir,beitti mig hörðu með því að fasta.
Þegar bæn minni var ekki svarað*
14 gekk ég um og syrgði eins og vinur eða bróðir ætti í hlut,ég var niðurlútur eins og sá sem syrgir móður sína.
15 En þegar ég hrasaði fögnuðu þeir og söfnuðust saman.
Þeir söfnuðust saman til að ráðast á mig úr launsátri,rifu mig sundur með orðum sínum og þögnuðu ekki.
16 Hinir óguðlegu hæðast að mér fullir fyrirlitningar,*gnísta tönnum gegn mér.+
17 Jehóva, hversu lengi ætlar þú að horfa á?+
Verndaðu mig fyrir árásum þeirra,+bjargaðu lífi mínu frá ljónunum.+
18 Þá vil ég þakka þér í stórum söfnuði,+lofa þig í miklum mannfjölda.
19 Láttu ekki þá sem eru óvinir mínir að ástæðulausu hlakka yfir mér,láttu ekki þá sem hata mig að tilefnislausu+ glotta til mín.+
20 Þeir segja ekkert sem stuðlar að friðiheldur upphugsa lygar gegn hinum friðsömu í landinu.+
21 Þeir glenna upp ginið til að ásaka migog segja: „Það varst þú! Við sáum það með eigin augum.“
22 Þú hefur séð þetta, Jehóva, vertu ekki hljóður.+
Jehóva, vertu ekki langt frá mér.+
23 Vaknaðu og komdu mér til varnar.
Guð minn, Jehóva, taktu að þér mál mitt.
24 Dæmdu mig eftir réttlæti þínu,+ Jehóva Guð minn,leyfðu þeim ekki að hlakka yfir mér.
25 Þeir skulu aldrei hugsa með sér: „Þetta var einmitt það sem við vildum,“og aldrei segja: „Við gerðum út af við hann.“+
26 Láttu alla sem hlakka yfir ógæfu minniverða sér til smánar og skammar.
Láttu þá sem upphefja sig yfir mig klæðast skömm og niðurlægingu.
27 En þeir sem gleðjast yfir réttlæti mínu hrópi af fögnuðiog segi án afláts:
„Jehóva sé hátt upp hafinn, hann sem vill að þjónn sinn njóti friðar.“+
28 Þá skal tunga mín segja frá* réttlæti þínu+og lofa þig allan liðlangan daginn.+
Neðanmáls
^ Eða „buklara“. Buklari var lítill skjöldur, gjarnan borinn af bogaskyttum.
^ Orðrétt „Þegar bæn mín sneri aftur að brjósti mínu“.
^ Eða hugsanl. „hæðast að mér fyrir köku“.
^ Eða „hugleiða“.