Sálmur 81:1–16

  • Hvatning til að hlýða

    • Tilbiðjið ekki útlenda guði (9)

    • ‚Ég vildi að þið hlustuðuð‘ (13)

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Eftir Asaf.+ 81  Hrópið glaðlega til Guðs sem er styrkur okkar.+ Hrópið sigrandi til Guðs Jakobs.   Leikið tónlist og grípið tambúrínu,hljómfagra hörpu og strengjahljóðfæri.   Blásið í horn með nýju tungli,+við fullt tungl á hátíðardegi okkar.+   Það eru lög í Ísrael,ákvæði frá Guði Jakobs.+   Hann gaf þau sem áminningu fyrir Jósef+þegar hann hélt gegn Egyptalandi.+ Ég heyrði rödd* sem ég þekkti ekki:   „Ég létti byrðinni af herðum hans,+hendur hans losnuðu við körfuna.   Í angist þinni kallaðir þú og ég bjargaði þér,+ég svaraði þér úr þrumuskýi.*+ Ég reyndi þig við Meríbavötn.*+ (Sela)   Heyrðu, þjóð mín, ég vitna gegn þér. Bara að þú hlustaðir á mig, Ísrael.+   Enginn framandi Guð verður þá hjá þérog þú fellur ekki fram fyrir útlendum guði.+ 10  Ég, Jehóva, er Guð þinnsem leiddi þig út úr Egyptalandi.+ Opnaðu munninn og ég skal seðja þig.+ 11  En fólk mitt hlustaði ekki á mig,Ísrael hlýddi mér ekki.+ 12  Þá leyfði ég þeim að fylgja þrjósku hjarta sínu,þeir gerðu það sem þeim fannst rétt.*+ 13  Ég vildi að fólk mitt hlustaði á mig,+bara að Ísrael gengi á vegum mínum.+ 14  Þá væri ég fljótur að yfirbuga óvini þeirra,ég sneri hendi minni gegn andstæðingum þeirra.+ 15  Þeir sem hata Jehóva hnipra sig saman af ótta við hannog refsing þeirra varir um eilífð. 16  En þér* gefur hann fínasta hveiti* að borða+og seður þig á hunangi úr kletti.“+

Neðanmáls

Eða „tungumál“.
Orðrétt „á felustað þrumunnar“.
Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.
Orðrétt „fylgdu sínum eigin ráðum“.
Orðrétt „honum“, það er, fólki Guðs.
Orðrétt „fitu hveitisins“.