Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Panama

Heimsókn til Panama

PANAMA er líklega þekktast fyrir Panamaskurðinn sem tengir Atlantshaf og Kyrrahaf. En landið tengir einnig saman þjóðir því að það liggur milli Norður- og Suður-Ameríku. Þar býr fólk ýmissa menningarsamfélaga og kynþátta. Stór hluti íbúanna er blendingar frumbyggja og fólks af evrópskum uppruna.

VISSIR ÞÚ? Gullni froskurinn í Panama (Atelopus zeteki) „veifar“ framfætinum til að laða að væntanlega maka og til að ógna keppinautum.

Þegar spænskir landkönnuðir stigu á land í Panama árið 1501 fundu þeir fjölmörg samfélög innfæddra. Sum þeirra eru til enn í dag. Eitt þeirra er kunaindíánar. Margir kunaindíánar búa á frumbyggjasvæðum San Blas-eyja og meðfram strönd Karíbahafs nálægt landamærum Panama og Kólumbíu. Þar stunda þeir fiskveiðar á eintrjáningum, veiðar og matjurtarækt.

Hjá kunaindíánum tíðkast að þegar maður giftir sig flytur hann til stórfjölskyldu eiginkonu sinnar og vinnur þar. Ef hjónin eignast síðan dóttur geta þau flust burt frá tengdafólkinu og stofnað eigið heimili.

Í Panama eru um 300 söfnuðir Votta Jehóva. Auk spænsku eru samkomur haldnar á kínversku, ensku, gújaratí, kuna, haítí-kreólsku, ngabere og panamísku táknmáli.