Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Stækkaðu vinahópinn

Stækkaðu vinahópinn

Vandinn

Fordómar okkar geta orðið meiri ef við forðumst fólk úr hópum sem við lítum niður á. Og ef við eigum bara vini sem eru eins og við getum við farið að halda að hugsunarháttur okkar, líðan og framkoma sé sú eina rétta.

Meginregla

„Gerið ... rúmgott í hjörtum ykkar.“ – 2. KORINTUBRÉF 6:13.

Hvað merkir það? Hjartað í þessu sambandi getur átt við tilfinningar okkar og væntumþykju. Ef okkur þykir bara vænt um fólk sem er eins og við verður hjarta okkar plásslítið eða lokað. Til að koma í veg fyrir það verðum við að vera fús til að vingast við fólk sem er ólíkt okkur.

Hvernig er það til góðs að stækka vinahópinn?

Þegar við kynnumst öðrum persónulega förum við að skilja hvers vegna þeir gera hlutina öðruvísi en við. Og þegar okkur fer að þykja vænt um þá hættum við að sjá muninn á okkur. Við lærum betur að meta þá og förum að taka þátt í gleði þeirra og sorg.

Hugleiðum fordæmi Nazaré. Hún hafði áður fordóma í garð innflytjenda en útskýrir hvað hjálpaði sér: „Ég varði tíma með þeim og vann með þeim. Ég kynntist fólki sem var gerólíkt ímynd samfélagsins af þeim. Þegar maður eignast vini af annarri menningu sleppir maður staðalímyndinni og fer að þykja vænt um þá og meta þá mikils sem einstaklinga.“

Það sem þú getur gert

Skapaðu þér tækifæri til að tala við þá sem eru frá öðru landi, af öðru þjóðerni eða tala annað tungumál en þú. Þú gætir gert eftirfarandi:

  • Beðið þá að segja frá sjálfum sér.

  • Boðið þeim að borða með þér.

  • Hlustað á þá og reynt að komast að því hvað skiptir þá máli.

Ef þú reynir að skilja hvernig reynsla þeirra hefur mótað þá geturðu orðið jákvæður í garð þeirra og annarra sem tilheyra sama hópi.