Biblíuspurningar og svör
Er þetta líf allt og sumt?
Hefurðu stundum velt fyrir þér hvort lífið snúist um meira en að leika sér, vinna, eignast maka og börn og verða gamall? (Jobsbók 14:1, 2) Biblían sýnir að jafnvel miklir hugsuðir hafa velt því fyrir sér. – Lestu Prédikarann 2:11.
Hefur lífið tilgang? Til að komast að því verðum við að vita hvernig lífið byrjaði. Margir sem hafa hugleitt hversu stórkostlega heilinn og mannslíkaminn eru úr garði gerðir hafa komist á þá skoðun að vitur skapari hafi búið okkur til. (Lestu Sálm 139:14.) Ef það er rétt hlýtur hann að hafa skapað okkur í ákveðnum tilgangi. Það getur haft mikið gildi fyrir okkur að fræðast um hvers vegna hann skapaði okkur.
Af hverju voru mennirnir skapaðir?
Guð blessaði fyrstu hjónin og gaf þeim spennandi verkefni. Ætlun hans var að þau myndu uppfylla jörðina, gera hana að paradís og lifa að eilífu. – Lestu 1. Mósebók 1:28, 31.
Fyrirætlun Guðs seinkaði vegna þess að mennirnir gerðu uppreisn gegn honum. En Guð gaf hvorki mannkynið upp á bátinn né fyrirætlun sína. Í Biblíunni erum við fullvissuð um að Guð vinni að því að bjarga trúföstu fólki og að fyrirætlun hans með jörðina nái fram að ganga. Guð vill að þú fáir að njóta lífsins samkvæmt þeirri fyrirætlun. (Lestu Sálm 37:29.) Kynntu þér hvað Biblían segir um það hvernig þú getur fengið að sjá fyrirætlun hans verða að veruleika.