Hvað eru boðorðin tíu?
Svar Biblíunnar
Boðorðin tíu eru lög sem Guð gaf Ísraelsþjóðinni til forna. Þessi lög eru líka kölluð „orðin tíu“ sem er bein þýðing á hebreska orðalaginu asereth haddevarim. Þetta orðalag kemur þrisvar fyrir í Fimmbókaritinu (Tórunni), Mósebókunum fimm. (2. Mósebók 34:28; 5. Mósebók 4:13; 10:4) Samsvarandi orðalag á grísku er deka (tíu) logous (orð).
Guð skrifaði boðorðin tíu á tvær steintöflur og afhenti spámanninum Móse þær á Sínaífjalli. (2. Mósebók 24:12-18) Boðorðin tíu eru skráð í 2. Mósebók 20:1-17 og 5. Mósebók 5:6-21.
Listi yfir boðorðin tíu
Þú átt að tilbiðja Jehóva Guð einan. – 2. Mósebók 20:3.
Ekki stunda skurðgoðadýrkun. – 2. Mósebók 20:4-6.
Ekki leggja nafn Guðs við hégóma. – 2. Mósebók 20:7.
Haltu hvíldardaginn. – 2. Mósebók 20:8-11.
Heiðraðu foreldra þína. – 2. Mósebók 20:12.
Ekki fremja morð. – 2. Mósebók 20:13.
Ekki drýgja hór. – 2. Mósebók 20:14.
Ekki stela. – 2. Mósebók 20:15.
Ekki bera ljúgvitni. – 2. Mósebók 20:16.
Ekki girnast. – 2. Mósebók 20:17.
Hvers vegna er boðorðunum tíu ekki alltaf raðað eins?
Boðorðin eru ekki númeruð í Biblíunni. Þar af leiðandi eru skiptar skoðanir á því hvernig eigi að raða þeim. Listinn hér að ofan sýnir algenga uppröðun. En sumir raða boðorðunum tíu öðruvísi. Munurinn snertir fyrsta, annað og síðasta boðorðið. a
Hver var tilgangurinn með boðorðunum tíu?
Boðorðin tíu voru hluti af Móselögunum. Þessi lög innihéldu yfir 600 lagaákvæði og voru eins konar samningur eða sáttmáli Guðs við Ísrael til forna. (2. Mósebók 34:27) Guð lofaði Ísraelsþjóðinni að henni myndi vegna vel ef hún hlýddi Móselögunum. (5. Mósebók 28:1-14) En aðal markmið laganna var að undirbúa Ísraelsþjóðina fyrir komu Messíasar eða Krists. – Galatabréfið 3:24.
Verða kristnir menn að halda boðorðin tíu?
Nei, Guð gaf Ísraelsþjóðinni til forna lögmálið, þar á meðal boðorðin tíu. (5. Mósebók 5:2, 3; Sálmur 147:19, 20) Móselögin eru ekki bindandi fyrir kristna menn, Gyðingar sem tóku kristna trú voru meira að segja ,leystir undan lögmálinu‘. (Rómverjabréfið 7:6) b „Lögmál Krists“ kom í staðinn fyrir Móselögin og fól í sér allt sem Jesús hafði kennt lærisveinum sínum að gera. – Galatabréfið 6:2; Matteus 28:19, 20.
Skipta boðorðin tíu máli fyrir fólk nú á dögum?
Já, vegna þess að boðorðin tíu endurspegla viðhorf Guðs og það getur verið gagnlegt fyrir okkur að kynna okkur þau. (2. Tímóteusarbréf 3:16, 17) Boðorðin tíu eru byggð á traustum meginreglum sem verða aldrei úreltar. (Sálmur 111:7, 8) Margar þeirra eru reyndar grunnurinn að kenningum hins svokallaða Nýja testamentis. – Sjá „ Meginreglur úr boðorðunum tíu sem er líka að finna í Nýja testamentinu“.
Jesús kenndi að öll Móselögin, þar á meðal boðorðin tíu, hvíldu á tveimur grundvallarboðorðum. Hann sagði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Matteus 22:34-40) Þótt kristnir menn þurfi ekki að fara eftir Móselögunum, þá eiga þeir að elska Guð og náungann. – Jóhannes 13:34; 1. Jóhannesarbréf 4:20, 21.
Meginreglur úr boðorðunum tíu sem er líka að finna í Nýja testamentinu
Meginregla |
Í Nýja testamentinu |
---|---|
Þú átt að tilbiðja Jehóva Guð einan |
|
Ekki stunda skurðgoðadýrkun |
|
Heiðra nafn Guðs |
|
Taktu frá tíma til að tilbiðja Guð |
|
Sýndu foreldrum þínum virðingu |
|
Ekki fremja morð |
|
Ekki drýgja hór |
|
Ekki stela |
|
Ekki bera ljúgvitni |
|
Ekki girnast |
a Samkvæmt erfikenningum Gyðinga er 2. Mósebók 20:2 fyrsta ,orðið‘ og vers 3-6 eru álitin vera eitt vers, það er að segja annað ,orðið‘. (The Jewish Encyclopedia) Hins vegar líta kaþólikkar á 2. Mósebók 20:1-6 sem eitt boðorð. Þess vegna verður bannið við að vanhelga nafn Guðs annað boðorðið. Til að halda fjölda boðorðanna skipta þeir því síðasta, um að girnast ekki eiginkonu og eigur náungans, í tvö boðorð.
b Í Rómverjabréfinu 7:7 er tíunda boðorðið notað sem dæmi um „lögmálið“ og staðfestir þar með að boðorðin tíu voru hluti af Móselögunum.