Um hvað get ég beðið?
Svar Biblíunnar
Þú getur beðið um allt sem er Guði velþóknanlegt samkvæmt Biblíunni. „Ef við biðjum um eitthvað eftir [Guðs] vilja, þá heyrir hann okkur.“ (1. Jóhannesarbréf 5:14) Geturðu nefnt í bænum þínum það sem þér er umhugað um eða angrar þig? Já. Í Biblíunni segir: „Úthell hjarta þínu fyrir [Guði].“ – Sálmur 62:9.
Sumt af því sem við getum beðið um
Trú á Guð. – Lúkas 17:5.
Heilagan anda eða kraft frá Guði til að hjálpa okkur að gera það sem er rétt. – Lúkas 11:13.
Styrk til að takast á við erfiðleika og standast freistingar. – Filippíbréfið 4:13.
Innri frið og hugarró. – Filippíbréfið 4:6, 7.
Visku til að taka góðar ákvarðanir. – Jakobsbréfið 1:5.
Að fá það sem við þurfum dags daglega. – Matteus 6:11.
Að Guð fyrirgefi syndir okkar. – Matteus 6:12.