Hoppa beint í efnið

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna

EINKALÍF ÞITT VIRT

 Við virðum einkalíf þitt og viljum vernda það. Persónuverndarstefnan sem hér er lýst sýnir hvernig við notum persónuupplýsingar sem við söfnum eða þú lætur í té á vefsetri okkar eða tengdum forritum sem Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc. („Watchtower“) lætur í té. Við geymum vissar grundvallarupplýsingar þegar þú heimsækir vefsetrið og okkur er mikilvægt að tryggja öryggi þessara upplýsinga og upplýsa þig um hvernig við notum þær. Þú ræður hvort þú lætur okkur í té gögn sem teljast til persónuupplýsinga. „Persónuupplýsingar,“ eins og hugtakið er notað hér, geta verið nafn, netfang, póstfang, símanúmer og aðrar upplýsingar sem auðkenna þig. Hugtakið „vefsetur“ nær hér yfir þetta vefsetur og önnur tengd vefsetur eins og apps.pr2711.com, ba.pr2711.com, stream.pr2711.comog wol.pr2711.com.

UPPLÝSINGAR UM ÁBYRGÐARAÐILA

 Þetta vefsetur og öll tengd forrit eru eign Watchtower, félags sem er skrásett í New York. Félagið styður starfsemi og biblíufræðslu Votta Jehóva en er ekki rekið í hagnaðarskyni. Þegar þú stofnar reikning, gefur frjáls framlög, óskar eftir að fá heimsókn eða notar vefsetur okkar á annan hátt sem felur í sér að láta í té persónuupplýsingar, samþykkirðu um leið þessa persónuverndarstefnu, geymslu gagna þinna á vefþjónum í Bandaríkjunum og að Watchtower og tengd félög, sem styðja Votta Jehóva í ýmsum löndum, megi sækja, vinna, senda og geyma persónuupplýsingar þínar til að annast beiðni þína. Þessi trúarsöfnuður starfar um allan heim og notar til þess ýmis félög á hverjum stað. Í samræmi við lög um gagnavernd eru starfrækt félög eins og söfnuðir í byggðarlaginu, deildarskrifstofur og önnur álíka félög á vegum Votta Jehóva.

Það fer eftir því hvernig þú nýtir þér vefsetrið hver ábyrgðaraðili fyrir persónuupplýsingar þínar er hverju sinni. Ef þú gefur til dæmis frjáls fjárframlög til lögskráðs félags í tilteknu landi geturðu séð hvaða félag er um að ræða þegar þú lætur því í té nafn og samskiptaupplýsingar í ferlinu við að gefa framlögin. En ef þú sendir inn beiðni um heimsókn er nafn þitt og samskiptaupplýsingar sendar til deildarskrifstofu Votta Jehóva og viðeigandi safnaðar til að annast beiðni þína.

Ef lög um gagnavernd í landinu þar sem þú býrð eiga við má finna viðeigandi upplýsingar á síðunni Fulltrúar persónuverndar.

GAGNAÖRYGGI OG TRÚNAÐUR

 Öryggi og trúnaður í tengslum við persónuupplýsingar þínar skiptir okkur miklu máli. Við nýtum okkur nýjustu tækni við að geyma persónuupplýsingar þínar og vernda þær gegn því að nokkur fái aðgang að þeim, breyti eða eyði þeim án heimildar, misnoti eða opinberi þær og gegn því að þær týnist fyrir slysni. Öllum aðilum, sem nota gögnin, þar á meðal þriðju aðilum sem við felum að vinna persónuupplýsingar þínar, er skylt að virða leynd upplýsinganna. Við geymum upplýsingar þínar ekki lengur en það sem telst nauðsynlegt til að uppfylla tilgang þess að þær voru geymdar eða uppfylla hugsanleg skilyrði um tilkynningu eða varðveislu gagna.

Við gætum öryggis við færslu gagna þinna með því að nota dulkóðun eins og til dæmis Transport Layer Security (TLS). Við notum tölvukerfi með takmörkuðum fjölda aðgangsleiða og verklag við rafræna og annars konar vinnslu sem tryggir að öryggis og trúnaðar sé gætt. Við gætum fyllsta öryggis til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang að gögnum.

BÖRN UNDIR LÖGALDRI

 Ef þú ert barn undir lögaldri samkvæmt lögum landsins þar sem þú ferð inn á vefsetur okkar máttu aðeins skrá og senda persónuupplýsingar þínar á þessu vefsetri með samþykki foreldris eða forráðamanns. Ef þú ert foreldri eða forráðamaður og leyfir barni að skrá og senda persónuupplýsingar á þessu vefsetri samþykkirðu að barnið noti vefsetrið í samræmi við þessa persónuverndarstefnu.

ÞRIÐJU AÐILAR

 Á þessu vefsetri og í tengdum forritum geta verið krækjur til þriðju aðila. Það geta til dæmis verið krækjur inn á vefsíður þriðju aðila sem við þiggjum þjónustu af (til dæmis þegar fyllt eru út rafræn eyðublöð). Það má sjá að um vefsíðu þriðja aðila er að ræða þegar útlit og vefslóð síðunnar breytist. Þú gætir líka fengið tölvupóst eða textaskilaboð frá þriðja aðila eftir að hafa óskað eftir upplýsingum á þessu vefsetri, til dæmis með upplýsingum um aðgerðir sem þú hefur óskað eftir að fá að vita meira um. Þegar þriðju aðilar eru valdir og með reglulegu millibili eftir það er stefna þeirra varðandi persónu- og gagnavernd skoðuð til að tryggja að hún endurspegli sama mælikvarða og við notum í okkar eigin persónuverndarstefnu. Þessir þriðju aðilar bjóða upp á forrit og þjónustu sem felur í sér forritun, notkunarskilmála, persónuverndarstefnu og almenn skilyrði sem við höfum enga stjórn á. Notkun þín á slíkum forritum og þjónustu á þessu vefsetri lýtur því gildandi þjónustuskilmálum og almennum skilyrðum sem þriðju aðilar hafa sett. Okkur er ekki tilkynnt um uppfærslur þannig að þú ættir að kynna þér skilmálana áður en þú nýtir þér þjónustu þriðju aðila. Ef þú hefur spurningar um stefnu eða skilmála þriðju aðila geturðu fundið upplýsingar á vefsetri þeirra.

Notkun þín á þjónustu Google korta lýtur gildandi persónuverndarstefnu Google. Google er þriðji aðili og við höfum enga stjórn á forritum hans, forritun né notkunarskilmálum. Notkun þín á þjónustu Google korta á þessu vefsetri lýtur því gildandi viðbótarskilmálum Google korta/Google Earth. Okkur er ekki tilkynnt um uppfærslur þannig að þú ættir að kynna þér skilmálana áður en þú nýtir þér þjónustu Google korta. Ef þú samþykkir ekki skilmála Google korta skaltu ekki nýta þér þjónustuna.

TILKYNNING UM BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

 Við erum stöðugt að bæta vefsetrið og notagildi þess og það sama á við um öll tengd forrit. Við bætum jafnframt og aukum við þjónustu okkar. Vegna slíkra breytinga og lagalegra og tæknilegra breytinga breytist verklag okkar af og til. Þegar reynist nauðsynlegt að gera breytingar á persónuverndarstefnu okkar látum við vita af breytingum á þessari síðu svo að þú vitir alltaf hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig við notum þær.

SKRIFTUN

 Skriftun er notuð til að auka notagildi vefseturs okkar og tengdra forrita. Skriftutækni gerir okkur kleift að skila upplýsingum hraðar til þín. Vefsetrið og tengd forrit nota aldrei skriftun til að setja upp hugbúnað á tölvunni þinni eða safna upplýsingum þínum án heimildar.

Til að vefsetrið starfi rétt að öllu leyti þarf skriftun að vera virk í vafranum. Flestir vafrar bjóða upp á að hafa skriftun virka eða óvirka fyrir ákveðin vefsetur. Kynntu þér hjálparupplýsingar vafrans til að sjá hvernig eigi að gera skriftun virka fyrir valin vefsetur.